Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, leggur til að allir háskólar á Íslandi verði sjálfstæðar sjálfseignarstofnanir, sem beri ábyrgð á eigin fjármunum. Hver skólastofnun fái rekstrarfé byggt á gæðum námsins og hagræði í rekstri. „Þetta er skynsamleg leið til að tryggja samkeppni og þar með gerjun í námi og góða nýtingu fjármuna,“ segir Ari og nefnir sem dæmi að í Danmörku sé rekstri háskóla hagað með þessum hætti.

Þetta kemur fram í frétt á vef HR þar sem jafnframt segir að Ari telji of marga háskóla á Íslandi. „Tvennt vinnst með þessu fyrirkomulagi: háskólarnir starfa á sama grunni og sjálfstæði þeirra er tryggt. Þetta er besti grundvöllurinn fyrir aukið samstarf háskóla,“ segir Ari Kristinn.