Írskur þingmaður á Evrópuþinginu, Pat the Cope Gallagher, vill að framkvæmdastjórn ESB beiti Íslendinga refsiaðgerðum vegna þess að Íslendingar eru ekki hluti af samningi ESB, Noregs og Færeyja.

Gallagher fagnar því að makrílkvóti Íra mun nær tvöfaldast í 105.000 tonn í ár, en segir að samningurinn taki ekki á því sem hann kallar óábyrga ofveiði Íslendinga á makríl.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að hefði Damaki [einn framkvæmdastjóra ESB] beitt Íslendinga refsiaðgerðum í fyrra værum við ekki í þeirri stöðu núna þar sem Ísland neitar enn einu sinni að vinna með öðrum strandríkjum.