Evrópski seðlabankinn ætti að feta í fótspor japanska seðlabankans og gera nýjasta útspil bankans í efnahagsmálum að fyrirmynd. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, mælti fyrir þessu í dag og benti á að skuldsett evruríki geti ekki komið hagkerfum landa sinna í gang án utanaðkomandi stuðnings. Efnahagsaðgerðir japanska seðlabankans byggja m.a. á því að seðlabankinn fær auknar heimildir til kaupa á ríkisskuldabréfum á næstu tveimur árum og getur hann dælt miklu fjármagni inn í hagkerfið. Vonast er til að þetta ýti undir hagvöxt í Japan.

Breska dagblaðið Guardian segir á fréttavef sínum að aðgerðir japanska seðlabankans séu talvert umsvifameiri en evrópski seðlabankinn er með.