Norðmenn eiga að gera Íslendinga að fyrirmynd sinni og vinna lengur, að mati Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs. Hann bendir á það í samtali við norska dagblaðið Dagens Næringsliv, að áhrifin geti skilað sér í 5% meiri landsframleiðslu og haft jákvæð áhrif á lífeyrissjóðakerfið þar sem fólk verði eldra þegar það fer á ellilífeyri.

Ráðherrann sér fyrir sér að taki landar hans upp sama hátt og hér muni hver Norðmaður vinna í um 100 klukkustundir meira á ári en nú.