Ræða á skýrslu Hagfræðistofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið í björtu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir umfjöllun á löngum næturfundum ala á ófriði. Hann gagnrýndi Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis, fyrir að keyra næturfundi um málið áfram.

Einar sagði að í gær hafi verið rætt um það að halda umræðum áfram. Margir þingmenn hafi verið á mælendaskrá og því þurft að funda langt fram eftir öllu.

Eins og fram kom í morgun funduðu þingmenn um skýrsluna til klukkan rúmlega þrjú í nótt. Þingfundur hófst svo aftur nú klukkan 10:30.