Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sveitarfélög þurfa að bregðast við húsnæðisskorti með ákveðnari hætti og reisa þurfi skorður við skammtímaleigu til ferðamanna (Airbnb). Hægt er að lesa fréttina hér.

Umtalsverður húsnæðisskortur er á höfuðborgarsvæðinu, sér í lagi í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar eru yfir 1.000 manns á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar af eru 251 barnafjölskylda. Þorsteinn segir að langtímaáætlanir ríkisins dugi ekki að leysa vandan og segir hann að sveitarfélögin verði að taka á þessum málum.

Þorsteinn segir enn fremur að húsnæðisvandann megi að vissu leyti rekja til Airbnb leiguíbúða. Haft er eftir honum í frétt RÚV: „Það er ekkert sjálfsagt að slík starfsemi spretti upp algjörlega stjórnlaust og án aðkomu sveitarfélaganna sem fara með skipulagsvaldið. Ég að sveitarfélögin ættu að horfa þarna betur til þess hvernig megi mögulega reisa skorður við frekari vexti í þessari starfsemi meðan húsnæðisskorturinn er svona mikill.“