Fjárfesting þarf að aukast töluvert eigi Þýskaland að viðhalda samkeppnisstöðu sinni, en fjárfestinguna má ekki fjármagna með lántöku, að sögn Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra.

Í viðtali, sem birtist í þýska blaðinu Welt am Sonntag, segir Schauble að sú gagnrýni að þýska ríkið sé ekki að eyða nægu fé eigi rétt á sér, en verið væri að vinna í að skipta um stefnu.

Viðtalið kemur á hæla frétta um að enn hægi á hjólum stærsta hagkerfis Evrópu og hefur Schauble sætt þrýstingi um að auka fjárfestingu í innviðum hagkerfisins.