Róbert Guðfinnsson, forstjóri Genís á Siglufirði, segir í viðtali við Morgunblaðið að ef hann verði ekki með 80 til 100 manns í vinnu á Siglufirði og 20 milljarða króna veltu eftir 4 til 5 ár mun hann líta svo á að honum hafi mistekist.

Fyrirtækið Genís framleiðir fæðubótaefni sem hefur að geyma kítínfásykrur sem framleiddar eru úr rækjuskel. Fyrirtækið hefur þegar fjárfest 2 milljarða í rannsóknir, vöruþróun og framleiðslu. Genís getur jafnframt framleitt 100 þúsund mánaðarskatta af Benecta.