Eyjólfur Árni Rafnsson, nýr formaður Samtaka atvinnulífsins, vill að einkarekstur verði nýttur til að bæta þjónustuna, stytta biðtíma og draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu.

Vill hann að í enn ríkara mæli en nú sé verði fyrirtækjum falið að sinna tilteknum verkefnum í heilbrigðisþjónustu, eins og heilsugæslu, liðskiptiaðgerðum og hjartaþræðingum þó hið opinbera standi enn straum af kostnaðinum að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

„Það hefur gefið góða raun hér á landi að semja um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu,“ segir Eyjólfur Árni. „Heilsugæslan í Salahverfi er til að mynda einkarekin og rekstur hennar hefur gengið vel.

Þeir sem leita til hennar fá góða þjónustu og hið opinbera sparar fjármagn. Þessi er ekki haldið til haga í nógu miklum mæli í opinberri umræðu.“