Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir mikið tækifæri geta verið fólgið í því fyrir ríkissjóð, heimili og atvinnulíf batni lánakjör ríkissjóðs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu, en þar er greint frá því að Steinþór vilji betra lánshæfismat ríkissjóðs.

„Um leið og ríkið hækkar í lánshæfi má búast við að aðilar á borð við bankana hækki líka sem gerir að verkum að þessir aðilar geta tekið lán á hagstæðari kjörum erlendis með sama hætti og ríkið. Þessir bankar munu svo geta veitt viðskiptavinum sínum betri kjör,“ segir Steinþór.

Steinþór bendir á að miklar vaxtagreiðslur ríkissjóðs en þær nema um 13% af heildarútgjöldum hans. Slíkar greiðslur myndu lækka með bættu lánshæfismati.