Sigurður Ingi Jóhannes­son, inn­viða­ráð­herra, úti­lokar ekki að40 ára verð­tryggð lán verði framveigis bönnuð og lofar breytingum á út­­reikn­ingi hús­­næðis­liðsins í vísi­­tölu neyslu­verðs.

Þetta segir Sigurður í sam­tali við mbl.is eftir ríkis­stjórnar­fund í dag en hann segir 40 ára verð­tryggð lán séu allt of löng og gefi fólki falska öryggis­kennd sem kemur í bakið á þeim við nei­kvæðar hag­sveiflur.

Verð­tryggð lán í 10 til 25 ár verða á­fram val­kostur.

Hagstofan skoðar húsnæðisliðinn

Hann segir jafn­framt að vandi Ís­lendinga sé að hús­næðis­liðurinn í vísi­tölu neyslu­verðs sé rangt reiknaður. Hann byggist fyrst og fremst á kaup­verði í­búða og hoppar til og frá mánaðar­lega meðan þjóðir með sam­bæri­leg við­mið geri hlutina öðru­vísi.

Hann segir Hag­stofu Ís­lands vera að skoða málið og vonast til þess að sú vinni fari að skila sér bráðum.