Bjarni Jónsson, athafnamaður og eigandi gamla bókasafnshússins við Heiðarbraut 40 á Akranesi, vill nú fá fram breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar svo hægt verði að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði. Skessuhorn greinir frá.

Bjarni hafði, ásamt Skarðseyri, félagi í hans eigu, áður óskað eftir heimild til að breyta bókasafnshúsinu í hótel , en þeirri tillögu var hafnað í bæjarstjórn Akraness.

Bjarni og Skarðseyri hafa sett fram skaðabótakröfu á hendur Akraneskaupstað vegna þeirrar ákvörðunar og segir í frétt Skessuhorns að þessi deila gæti endað fyrir dómi.