Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra, hefur lagt fram fjórar breytingar á frumvarpi um skuldaniðurfellingar .

Tillögurnar fela í sér að niðurfellingarnar nái til fólks í lokuðum leigufélögum og til búseturéttarhafa, að þær verði eignatengdar og tekjutengdar. Þá leggur Árni Páll til að ríkisstjórninni verði falið að leggja fram frumvarp næsta haust um lækkun námslána.

Tillögur Árna Páls í hnotskurn:

  • Með því myndu búseturéttarhafar njóta sama ávinnings af niðurfellingunni og eigendur í eigin húsnæði. Þá munu lokuð leigufélög – félög sem ekki geta greitt út arð – ekki geta ráðstafað ávinningi af lækkun lána til annars en lækkunar leigu.
  • Lagt er til að þær verði eins og eignatengingar sérstakra vaxtabóta. Skerðingar hefjist við hreina eign umfram 10 millj. kr. í tilviki einstaklings og 15. millj. kr. í tilviki para í sambúð og ljúki við tvöfalda þá fjárhæð. Sambúðaraðilar fái því ekki niðurfellingar ef skuldlaus eign þeirra er meiri en 30 milljónir og einstaklingar ef skuldlaus eign er umfram 20 milljónir króna.
  • Lagt er til að fólk með hærri laun en 95% Íslendinga fái engar niðurfellingar og skerðingar hefjist  við 85% mörkin. Þannig fengju 5% tekjuhæstu landsmanna enga niðurfellingu.
  • Að ríkisstjórninni verði falið að leggja fram frumvarp næsta haust um lækkun námslána. Eðlilegt er að ríkisstjórnin útfæri sambærilegar lausnir varðandi önnur verðtryggð lán en þau sem hvíla á húsnæði, sem vega líka þungt í framfærslukostnaði heimila.