Greenstone ehf. hefur óskað eftir samstarfi um undirbúningsvinnu vegna byggingu netþjónabús á Akureyri. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Í frétt RÚV er haft eftir Magnúsi Þór Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyfirðinga, að til greina komi að nýta landsvæði við rangárvelli undir netþjónabúið, m.a. vegna þess að þá mætti nýta Glerá til kælingar.

Talið er að um 20 starfsmenn myndu starfa við netþjónabúið.