*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 23. maí 2018 19:30

Vill byggja víkingabæ sem hótel

Frumkvöðullinn, Geir Sigurður Gíslason, vill reisa víkingabæ þar sem ferðamenn gætu búið og lifað eins og víkingar.

Ritstjórn
Geir Sigurður Gíslason, frumkvöðull
Haraldur Guðjónsson

„Ég tel að þetta muni skipta sköpum í ferðamennsku,“ segir Geir Sigurður Gíslason frumkvöðull um hugmynd sína um að búa til víkingaþorp fyrir ferðamenn. Hann studdist við hugmyndina í Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík.

Hugmyndin gengur út á að búa til nokkurs konar lifandi víkingaþorp sem upplifunarhótel, meðal annars til að mæta vaxandi eftirspurn eftir upplifunarferðamennsku.

„Þetta væri víkingabær þar sem þú færir aftur í tímann til að sjá hvernig lífstíll víkinga var. Bærinn væri byggður upp þannig að þetta væri raunverulegt.“ Þannig væri langhús hjarta bæjarins. „Þar væru móttakan, matsalur og bar og aðstaða fyrir veislur. Út frá því færirðu í þitt víkingahús sem væri hótelherbergið þitt. Allt ætti þetta að líta út eins og þú værir að fara aftur í tímann,“ segir Geir, en tekur þó fram að öll nútímaþægindi færu að sjálfsögðu með í tímaflakkið og hótelherbergið væri í nútímalegum stíl. „Öll tækni væri hins vegar falin eins og kostur væri. Langhúsið og allt útlit væri til dæmis gamalt.“

Geir sér fyrir sér að víkingaþorpið myndi rísa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur fengið vilyrði frá Fjarðabyggð um að þorpið rísi þar.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Milljarða tap af sölu á íslensku vatni.
 • Slæm staða sparisjóðanna vegna aukinna krafna.
 • Hvaða áhrif hefur Costco haft á markaðinn síðastliðið ár?
 • Væntingar fyrirtækja um tekjuvöxt fara minnkandi.
 • Viðamiklar breytingar á eignasafni og fjármagnsskipan VÍS.
 • Mikil aukning í raunávöxtun lífeyrissjóðanna. 
 • Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna í ítarlegu viðtali. 
 • Forkólfar í viðskiptalífinu segja frá hvaða bækur stóðu upp úr í vetur.
 • Lyfjaleitarfyrirtæki þróar nýstárlegar aðferðir.
 • Nýr framvæmdastjóri Festis segir frá uppbyggingu á Héðinsreitnum.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um komandi kosninganótt.
 • Óðinn skrifar um kynjahalla velferðarkerfisins. 
Stikkorð: Sigurður Gísli Gíslason