Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að huga þurfi að fjárhagsstöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði að því er fram kemur í Fréttablaðinu .

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá er meirihluti meðal þingmanna fyrir því að farið verði eftir þessari tillögu fjölmiðlanefndar sem skilaði af sér í gær . Þó nefndu margir, líkt og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að þeir vilji ekki skerða tekjur RÚV.

Lilja segir að hægt væri að fara hraðar í að færa áskriftir af fjölmiðlum niður í lægra þrep virðisaukaskattsins en aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því,“ segir Lilja.

„Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“