Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist vera hlynntur einfaldara tekjuskattskerfi. Hann bendir á að tekjuskattskerfi með einu þrepi sé prógressívt skattkerfi þar sem við notum persónuafslátt til að setja frítekjumörk.

„Hátt frítekjumark veldur því að þeir sem hæst hafa launin eru bæði að greiða flestar krónurnar og hæsta hlutfallið af tekjum í skatt. Það þarf ekki þrjú þrep til að ná þessum áhrifum fram,“ segir Bjarni. Hann segir raunhæft að stefna að því að fækka þrepum um eitt til að byrja með. „Það þarf að tímasetja svona aðgerðir rétt og taka tillit til þess sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Við eigum áfram að taka höndum saman um að verja stöðugleikann í landinu. Ég er ekki með áform um það að á næsta ári verðum við með eitt tekjuskattsþrep, en ég vil þróa kerfið í þá átt,“ segir Bjarni og bætir við að sígandi lukka sé best.

Bjarni hefur áform m að leggja fram frumvörp um að draga úr vörugjöldum annars vegar og einfaldara skattkerfi hins vegar í haust.

Ítarlegri umfjöllun birtist í Viðskiptablaðinu 5. júní 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .