Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur ekki gefið DV leyfi til að fá aðgang að upplýsingum um námsferil sinn við Oxford-háskóla í Bretlandi. Blaðið fjallar um nám Sigmundar ytra og hefur eftir starfsmanna skráningardeildar hjá Oxford, að fyrrverandi nemendur verði að gefa samþykki fyrir því að veita upplýsingar um námsferil þeirra.

Blaðið hefur eftir Sigmundi að árið 2011 hafi hann sagst hafa lagt stund á tveggja ára þverfaglegt mastersnám, einkum við hagfræðideild og stjórnmálafræðideild. Hann hafi framlengt það og stundaði rannsóknir á hagrænum áhrifum skipulagsmála. Samtals hafi hann verið í fimm ár í Oxford-háskóla en hef ekki lokið doktorsgráðu þar sem lítill tími hafi gefist til þess eftir að hann hóf afskipti af stjórnmálum.