*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 15. desember 2014 08:29

Vill ekki að Rarik flytji norður

Sauðárkrókur er ekki ákjósanlegur staður fyrir höfuðstöðvar Rarik, að mati forstjóra fyrirtækisins.

Ritstjórn
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Norðvesturnefnd ríkisstjórnarinnar hefur sent ríkisstjórninni 26 tillögur um hvernig efla megi fjárfestingar, byggðaþróun og fjölga atvinnutækifærum á Norðurlandi vestra. Meðal þessara tillagna er að höfuðstöðvar Rarik verði fluttar til Sauðárkróks, en RÚV greindi frá málinu síðasta laugardag.

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, segir í samtali við Fréttablaðið að tillagan hugnist sér ekki. „Fyrirtækið er með starfsstöðvar á 22 stöðum á landinu og í mínum huga verður áfram þörf fyrir að stærsta skrifstofan verði í Reykjavík,“ segir hann. Um tvö hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu í heildina, en þar af eru um fimmtíu í höfuðstöðvunum í Reykjavík.

„Ég tel til dæmis að það sé meira framboð af háskólamenntuðu fólki í Reykjavík og það er í raun og veru ástæðan fyrir því af hverju ég tel að stærsta skrifstofan eigi að vera í Reykjavík. En þetta er auðvitað á endanum ákvörðun stjórnvalda og ef þau ákveða að fara einhverja svona leið þá hljóta þau að velta slíkum hlutum fyrir sér. Mér finnst þó alls ekki tímabært að fara á taugum yfir þessu eins og staðan er í dag,“ segir Tryggvi.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is