„Með því að fara í þetta verkefni erum við [...] að gjaldfella okkar eigin orku og menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún fór hörðum orðum um lagningu hugsanlegs sæstrengs héðan til Bretlands í umræðu um hann á Alþingi á þriðjudag. Henni hraus hugur við að þar yrði íslensku orkunni sem flutt yrði um sæstrenginn blönduð saman við orku frá Evrópusambandsríkjunum, sem verður til úr kolum og kjarnorku.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á Facebook-síðu sinni í dag Vigdísi hafa átt ummæli vikunnar á Alþingi.

Vigdís sagði:

„Ég spyr: Að verði sæstrengnum komið fyrir í sjó og við séum að flytja hér rafmagn fram og til baka því þetta er ekki einstefnuvegur, erum við þá tilbúin virðulegi forseti, að blanda okkar hreinu orku saman við orku Evrópusambandsríkjanna sem er búin til úr kolum og kjarnorku? Ég segi: Nei takk. Með því að fara í þetta verkefni erum við [...] að gjaldfella okkar eigin orku og menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna. Ég hafna því virðulegi forseti.“

Hér má hlýða á alla ræðu Vigdísar .

Nánar er fjallað um ráðstefnuna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð . VB Sjónvarp fjallaði jafnframt um ráðstefnuna fyrr í dag.