Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri óeðlilegt, ef hann segði fjármálaráðherra fyrir verkum úr ræðustól þingsins, um það hvernig hann ætti að úrskurða í kæru vegna evruuppgjörs.

Vísaði Geir þarna til þess, að fjármálaráðherra er nú með á sínu borði, kæru Kaupþings vegna synjunar Ársreikningaskrár um, að bankinn fái að gera upp í evrum á þessu ári.

„Fjármálaráðherra hefur það verkefni núna að úrskurða og það verður vonandi gert áður en mjög langt um líður,“ sagði Geir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .