Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann sé ekki tilbúinn að semja um að aðildarumsókn að Evrópusambandinu liggi kyrr. Þetta kom fram í þættinum Sunnudagsmorgun með Gísla Marteini.

Þingmenn Vinstri Grænna hafa lagt til að formlegt hlé verði gert á aðildarviðræðum og að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald þeirra fari svo fram fyrir lok kjörtímabilsins.

„Ég er ekki til í að semja á þeim forsendum að málið liggi bara kyrrt,“ segir Árni Páll. Hann segir málið of mikilvægt til að það liggji kyrrt og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram einhvern tímann í framtíðinni.