Nýir eigendur Skeljungs sem keyptu fyrirtækið um síðustu jól stefna á skráningu þess á markað. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, segir það ástæðu þess að hann hafi sagt upp störfum.

„Ég hafði greint nýjum eigendum frá því að ég sæi ekki fyrir mér að stýra félagi sem væri skráð í kauphöll, sumpartvegna þess að athyglin á forstjóra félaganna aukast við það. Þegar svo stjórninni sýnist koma til greina að slík skráning gæti orðið strax á næsta ári, þá var það mat mitt að best væri að forstjóraskipti yrðu sem fyrst,“ segir Einar.

Hann mun sitja þar til eftirmaður hans verður ráðinn. Hann settist í forstjórastól Skeljungs árið 2009. Fyrir síðustu jól var greint frá því að SF IV slfh, félag í rekstri Stefnis, hafi keypt Skeljung.