Ný ríkisstjórn í Brasilíu vill endurvekja efnahagslíf þessa stærsta efnahags rómönsku Ameríku. Ríkisstjórnin vill ýta undir vöxt og hefur lagt fram aðgerðaráætlun um að einkavæða flugvelli og hafnir landsins meðal annars. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Nýr forseti landsins, Michel Temer, hóf störf fyrir tveimur vikum og vill ýta undir efnavöxt í Brasilíu og skapa ný störf eftir erfitt ár. Temer var varaforseti í Brasilíu áður en hann tók við forsetastólnum.

Efnahagur landsins hefur dregist saman um 3,8% á síðasta ári og reiknar er með að hann dragist enn meira saman samkvæmt spá OECD.