Alþingi þarf að taka peningamálastefnu Seðlabankans til sjálfstæðrar endurskoðunar að mati Illuga Gunnarssonar, alþingismanns, sem undanfarin misseri hefur verið í leyfi frá þinstörfum.  Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Illugi Seðlabankann ekki eiga að véla einan um peningastefnuna enda sé það löngu orðið ljóst að peningastefnan í þeirri mynd sem tekin var upp árið 2001 virki ekki á Íslandi. Ísland sé enn hávaxtaland eftir allt það sem á undan er gengið og til marks um það sé frétt Bloomberg í síðustu viku þess efnis að vaxtamunarspákaupmenn séu á ný farnir að líta Ísland hýrum augum.