Alexander Lebedev, eigandi breska dagblaðsins London Evening Standard, hefur lýst yfir áhuga sínum á endurgerð blaðsins News of the World sem var í eigu milljarðamæringsins Ruperts Murdoch. Alexander kveðst vilja koma blaðinu aftur laggirnar ef hann geti selt hluta eigna sinna.

Lebedev segist ekki eiga næga peninga í augnablikinu en ef hann geti selt einhverjar eignir sínir þá hafi hann mikinn áhuga á News of the World. Í viðtali við Bloomberg sagði Lebedev mundi vilja breyta vörumerkinu í World News.

Eins og áður hefur komið fram neyddist News Corp,fyrirtæki Murdochs, að hætta útgáfu á blaðinu vegna hleranahneykslis.