Forsvarsmenn lagadeilda háskólanna eru ósammála formanni Lögmannafélags Íslands, Jónasi Þór Guðmundssyni, sem í síðustu viku sagðist hafa áhyggjur af því að háskólarnir væru að slaka á kröfum sem gerðar væru til nýrra nemenda, því fylla þyrfti pláss í lagadeildum fjögurra háskóla.

Guðmundur Sigurðsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að málflutningur Jónasar beri þess merki að hann sé að reyna að reisa múra í kringum starfandi lögmenn. „Þá virðist hann einnig horfa fram hjá þeirri staðreynd að útskrifaðir lögfræðingar hyggja ekki allir á lögmennsku.“ Hvað varðar þær áhyggjur Jónasar að háskólar séu að slaka á kröfum til nemenda segir Guðmundur að einhver kunni vissulega að segja að tilraun hans til að hafa skoðun á því sé eins og að vera dómari í eigin sök.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .