Hver hafa verið laun og hlunnindi aðalsamningamanns og formanns samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið frá árinu 2009 og til dagsins í dag? spyr Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins.

Hún lagði í gær fram fyrirspurn á Alþingi í gær fyrir utanríkisráðherra þar sem spurt er hver laun og hlunnindi formanna tíu samningahópa, sjö annarra nefndarmanna í samninganefndinni, starfsmanns nefndarinnar og fulltrúa í hverjum samningahópi á sama tíma hafi verið.

Þá vill hún að utanríkisráðherra svari því hver laun laun og hlunnindi formanns og tveggja varaformanna samráðshóps sem utanríkisráðherra skipaði á grunni ályktunar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið auk launa þeirra 24 sem voru skipaðir í hópinn.