Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur í tilefni frétta um erfiðleika Landsbankans (NBI) við að standa við greiðslur að skuldabréfi við þrotabú gamla Landsbankans, óskað eftir fundi í viðskiptanefnd Alþingis með  skilanefnd Landsbankans og stjórnendum NBI.

Morgunblaðið greindi frá því í dag að fulltrúar Nýja Landsbankans hafi fundað með skilanefnd gamla Landsbankans í vikunni vega skuldabréfs sem NBI gaf út til gamla bankans í tengslum við uppgjör þeirra á milli. Áhöld eru um getu nýja Landsbankans til að greiða 280 milljarða skuldabréfið sem á allt að greiða í erlendum gjaldeyri.

Munu fulltrúar NBI hafa sagt að bankinn myndi að öllu líkindum ekki geta greitt skuldabréfið að fullu upp í erlendrum gjaldeyri og komu með tillögu um að ákvæðum bréfsins yrði breytt þannig að hluta þess yrði breytt þannig að hluta þess mætti greiða í íslenskum krónum.

Eygló segir í tölvupósti til formanns viðskiptanefndar að hugsanlega þyrfti Seðlabankinn einnig að koma þar sem hann þurfi að gera grein fyrir hvort hann hafi nægan gjaldeyri til að geta lánað bankanum.

„Við þurfum að fá einnig útreikninga um hvaða áhrif þetta myndi hafa á útgreiðslur úr þrotabúinu og þar með kostnað fyrir íslenska ríkið,“ segir Eygló í tölvupóstinum.