*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 19. apríl 2020 18:03

Vill fá kyrrsetningu aflétt

Sjöstjarnan ehf. hefur farið fram á að kyrrsetning að kröfu þrotabús EK1923 verði felld úr gildi.

Jóhann Óli Eiðsson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sjöstjarnan ehf., félag Skúla Gunnars Sigfússonar, oft kennds við Subway, hefur farið fram á það að kyrrsetning fasteigna og reiðufjár, sem gerð var að kröfu þrotabús félagsins EK1923 ehf., verði felld úr gildi en mál þess efnis var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag.

Með dómi Landsréttar í síðasta mánuði var Sjöstjörnunni gert að greiða þrotabúinu ríflega 21 milljón króna auk vaxta en í héraði var félagið dæmt til að greiða ríflega ellefufalt hærri upphæð. Eignir Sjöstjörnunnar og Skúla hafa verið kyrrsettar um skeið til að tryggja greiðslu skuldarinnar en félagið fer nú fram á að kyrrsetningunni verði aflétt í ljósi dóms Landsréttar. Sýslumaður féllst á slíka beiðni en afturkallaði þá ákvörðun þar sem embættið taldi rétt að bíða og sjá hvort Hæstiréttur tæki málið fyrir. Sjöstjarnan telur ekki vera lagaheimild fyrir slíkri afgreiðslu

Stikkorð: EK1923