Carlsberg samsteypan er með of mörg vörumerki í umferð að mati Jørgen Buhl Rasmussen, forstjóra Carslberg. Fyrirtækið framleiðir nú yfir 500 tegundir af vörumerkjum sem margar hverjar stafa frá yfirtökum Carlsberg á öðrum félögum. Þetta kemur fram í frétt Business.dk.

Rasmussen sagði á ráðstefnunni á Canadean International Beer Strategy í Kaupmannahöfn að hann vildi gjarnan sjá færri vörumerki innan fyrirtækisins. Hvort að það þýddi 300 eða 400 merki vissi hann ekki en 500 merki væri of mikið. Í dag starfa um 40.000 manns hjá fyrirtækinu