Erla Guðmundsdóttir var nýverið ráðin framkvæmdastjóri á sviði fjárhags Seðlabanka Íslands. Erla hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri á sviðinu frá árinu 2010 og er því flestum hnútum kunnug í nýja starfinu, en sviðið annast meðal annars greiðslur fyrir Seðlabankann, ríkissjóð og félög í eigu bankans. „Ég er búinn að vera settur framkvæmdastjóri frá áramótum og var meira og minna í þessu starfi frá 2014,“ segir Erla í samtali við Viðskiptablaðið.

Hún hefur verið viðriðin banka allt frá útskrift úr Háskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2005 með kandídatspróf í viðskiptafræði með áherslu á endurskoðun og reikningshald.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .