*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 11. janúar 2017 11:25

Vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni

Jón Gunnarsson, nýr samgöngu-, fjarskipta-, og byggðamálaráðherra, segir enga aðra lausn í stöðunni en að hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jón Gunnarsson, nýr samgöngu- fjarskipta, og byggðamálaráðherra Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, segir að það að engin önnur lausn sé í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni í viðtali við Vísi.is.

Hann tekur þó fram að það væri áhugavert að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað. En bætir við að það sé komið svo stutt á veg að það komi til með að taka nokkur ár að koma niðurstaða í þau mál, því sé ekki hægt að hafa óvissu um Reykjavíkurflugvöll á meðan.

Jón gagnrýnir núverandi óvissuástand varðandi völlinn jafnframt og segir að hún geti ekki verið. Hann telur mikilvægt að gengið sé frá þeim málum til framtíðar. Jón leggur áherslu á að Reykjavíkurflugvöllur gegni gríðarlega veigamiklu hlutverki í okkar samgöngum og að aðstæður þar séu algerlega óviðunandi, fyrir starfsfólk og farþega.