Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun tillögur þess efnis að nauðungarsölum á íbúðahúsnæði veri frestað þar til skuldaniðurfellingar koma til framkvæmda. Tillögurnar eiga að koma til framkvæmda um næsta ár.

Með þessu mun almenningi gefast kostur á að meta þau áhrif sem aðgerðirnar hafa á skuldastöðu viðkomandi og eftir þörfum óskað eftir því að nauðungarsöluaðgerðum verði frestað fram yfir 1. júlí 2014.

Í tilkynningu á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að frumvarpið felur ekki í sér sjálfvirka frestun á nauðungarsölu heldur þarf gerðarþoli að óska eftir slíkri frestun. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi á næstu dögum.