Bæjarráð Hafnarfjarðar fól Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóra, á fundi sínum í vikunni að virkja forkaupsrét Hafnarfjarðar vegna sölu Stálskipa á skipinu Þór HF og aflaheimildum skipsins fyrr á árinu. Kom þetta fram í fréttum RÚV .

Stálskip seldi í lok janúar Þór HF til Rússlands og allan kvóta til Síldarvinnslunnar, Gjögurs og Útgerðarfélags Akureyringa. Í umsögn Fiskistofu um málið, sem kynnt var á fundi bæjarráðs í vikunni, kemur fram að aflaheimildirnar hafi verið fluttar yfir fimm skip, tvö í eigu Síldarvinnslunar, Kaldbak EA hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, Áskel EA, sem er í eigu Kjálkaness og Snæfell, skip Samherja.