Fjárfestir nokkur í Bandaríkjunum hefur mælt fyrir því að Kaliforníuriki verði skipt upp í sex hluta. Þar af verði tækninýlendan svokallaða, Sílikondalurinn að einu ríki. Rökin fjárfestisins eru þau að Kaliforníuríki njóti ekki nægilega mikils vægis í öldungadeild Bandaríkjaþings miðað við stærð, umsvif, mannfjölda og umsvifa.

Fjárfestirinn heitir Tim Draper og fjallar netmiðillinn TechCrunch um málið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mælt er með uppskiptingu Kaliforníu en á fundi hjá frumkvöðlasetrinu Y Combinator í október var mælt með því að gera Sílikondal að sérstöku ríki.