„Kenni­töluflakk er þjóðarmein," segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í frétt á vef mbl.is . Karl gagnrýnir vinnu nefndar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra kom á laggirnar sem hefur haft það hlutverk að meta umfang kennitöluflakks og hvort og með hvaða hætti sé rétt að bregðast við því.

Ég vakti at­hygli á mál­inu á þingi síðastliðinn vet­ur. Nefnd iðnaðar og viðskiptaráðherra hef­ur haft þetta mál á borðinu í lang­an tíma - það var helst á ráðherra að skilja á síðasta þingi að erfitt væri að skil­greina hug­takið. Von­andi legg­ur hún fram frum­varp á næstu dög­um þar sem tekið er á þessu þjóðarböli. Ef ekki verður að grípa í taum­ana," segir Karl.

Hann bendir á dæmi um einstakling sem hafi átt 29 fyrirtæki og sett þau öll í þrot á sjö ára tímabili.

Vill ekki erfiða stofnun fyrirtækja

Viðskiptablaðið greindi frá því þann 7. ágúst að Ragnheiður Elín teldi mikilvægt að ef athugun nefndarinnar leiddi í ljós að vandinn væri mjög umfangsmikill yrði ekki ráðist í aðgerðir sem gætu haft verri afleiðingar en kennitöluflakkið sjálft.

„Ég vil ekki herða um of reglur um hvernig þú stofnar fyrirtæki eða hversu mikið hlutafé þarf,“ sagði Ragnheiður Elín. „Það þarf að vera hægt að bregðast við þessari meinsemd án þess að koma í veg fyrir að fólk stofni fyrirtæki. Það má ekki draga úr þeim hvata,“ bætti hún við.