Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur farið fram á að fjárframlög ríkisins til stjórnmálaflokka hækki um 24 milljónir króna frá fjárlögum. Gangi það eftir munu heildarstyrkir til stjórnmálaflokka sem fengu 2,5% fylgi eða meira í síðustu Alþingiskosningum fara í 313,9 milljónir króna.

Fram kemur í umfjöllun DV um málið að í lögum er gert ráð fyrir því að þeir flokkar sem ná inn á þing fái hærri greiðslur, en greitt er sérstaklega fyrir hvern þingmann í hverjum flokki og sem nemur einum þingmanni á hvern þingflokk.

Þá fá flokkar sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn sem nemur tólf þingmönnum aukalega. Skipting fjármunanna miðast við kosningarnar 2009. Miðað við það fær Samfylkingin mest. Á næsta ári muni svo Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá langstærstan hluta styrkja ríkisins til stjórnmálaflokka.

Nokkrir flokkar sem ekki fengu mann kjörinn fá sömuleiðis hlut þar sem þeir fengu meira en 2,5% fylgi. Þar á meðal eru Flokkur heimilanna og Dögun.