Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að huga þurfi að því að seinka töku lífeyris á næstu þremur til fimm árum. Æskilegt væri að hækka lífeyristökualdur um eitt ár til að byrja með. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. Það er nú í skoðun af hálfu nefndar á vegum lífeyrissjóða og fjármálaráðuneyis að skoða áhrif þess að hækka lífeyristökualdur í 70 ár.

Þorsteinn segir að vinnumarkaðurinn sé í dag tilbúinn til að hafa fólk lengur í vinnu. Ekki sé ástæða til að óttast atvinnuleysi vegna þessa heldur megi frekar búast við að á næstu árum verði skortur á starfsfólki. „Nei, þvert á móti. Það eru stórar kynslóðir á vinnumarkaði í dag að fara á eftirlaun á komandi árum og að óbreyttu er nýliðun á vinnumarkaði að lækka mjög skart þannig að ég held að það sé miklu meiri hætta á því að það verði viðvarandi skortur á starfsfólki".