Ísland verður að taka harðari afstöðu gegn kröfuhöfum föllnu bankanna til þess að vernda krónuna í afnámi fjármagnshafta. Þetta segir Friðrik Jónsson hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum í viðtali við Bloomberg .

Allt frá upphafi hefur öll áhersla verið lögð á að átta sig á því hvernig hægt er að greiða aflandskrónueigendum út, segir Friðrik í samtali við Businessweek. „Ég velti bara fyrir mér af hverju Ísland er að velta þessu fyrir sér,“ segir Friðrik jafnframt en segir það jafnframt bara sína skoðun en ekki Alþjóðabankans.

Sem kunnugt er, eru nú rúm fimm ár liðin frá því fjármagnshöftin voru sett á, en það gerðist um svipað leyti og neyðarlögin voru sett.