Háreysti varð á Alþingi í dag í umræðum þingmanna um herðingu gjaldeyrishafta, íslensku krónuna og efnahagslífið og varð Valgerður Bjarnadóttir nokkrum sinnum að biðja þingmenn um að hafa hljóð í salnum.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður rifjaði upp heimsókn norskra þingmanna á Alþingi fyrir skömmu og sagði þá hafa undrast hvernig kollegar þeirra hér ræði um íslensku krónuna og efnahagslífið. Slíkt þekktist ekki á norska stórþinginu. Slík umræða sagði hann valda meiri tjóni en hitt. Skömmu áður hafði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að ráðamenn, ekki síst forsætisráðherra, verði að gæta orða sinna þegar þeir tali um krónuna. Óvandað orðalag hafi neikvæð áhrif.

„Það þarf að koma þeim frá seim tala niður íslenskt efnahagslíf áður en skaðinn verður meiri,“ segir Gunnar Bragi  og benti á að sá þingmaður sem uppvís sé að slíku í Noregi verði rekinn.

Alþingi
Alþingi
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Gunnar Bragi Sveinsson segir það brottrekstrarsök þegar norskir þingmenn verða uppvísir að því að tala efnahagslífið niður.