Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, hefur boðið sig fram til stjórnar Glitnir HoldCo. Glitn­ir Goldco er nýja eignaum­sýslu­halds­fé­lagið sem held­ur utan um eign­ir Glitn­is eft­ir samþykkt nauðasamn­inga. Hann leggur einnig til breytingar á dagská aðalfundarins þannig að kosið verði um laun stjórnarmanna áður en kosið er í stjórn.

Athygli vekur að hann leggur til að laun stjórnarmanna lækki um 90%. Almenn stjórnarlaun muni þá lækka úr 350.000 evrum, eða um 50 milljónum, í 35.000 evrur, um fimm milljónir.

Hann leggur einnig til að laun formanns stjórnar muni lækka úr 525.000 evrum í 70.000 evrur, eða úr 70 milljónum í tæpar 10 milljónir.

Hann segir að laun hans séu í fullu samræmi við það sem best gerist hjá skráðum félögum í Kauphöll Íslands.

„Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar. Verið getur að fyrstu skrefin í stofnun félagsins hafi gert miklar kröfur til stjórnarmanna og en nú ætti að vera tækifæri til að lagfæra það.“