Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst skrifa undir forsetatilskipun þess efnis að koma tveimur olíuleiðslum aftur á laggirnar. Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna stöðvaði lagningu leiðslanna tveggja sem forseti. Olíuleiðslurnar umræddu eru; Keystone XL og Dakota Access olíuleiðslurnar. Frá þessu greina Bloomberg og BBC .

Ákvarðanir beggja forseta, Obama og Trump, hafa verið talsvert umdeildar. Umhverfisverndunarsinnar eru gífurlega ósáttir með ákvörðun Donald Trump um að leyfa framkvæmdirnar. Hins vegar voru forsvarsmenn olíufyrirtækja óánægðir með ákvörðun Obama að banna lagningu olíuleiðslanna árið 2015.

Keystone XL væri 1.900 kílómetra löng ef hún væri byggð og hægt væri að flytja 800 þúsund olíutunnur á dag frá Kanada til Bandaríkjanna. Framkvæmdir á Dakota Access olíuleiðslunni voru stöðvaðar vegna mótmæla innfæddra í Bandaríkjunum nálægt Lake Oahe.

Trump hafði lofað því í kosningabaráttu sinni að framkvæmdir á Keystone leiðslunni héldu áfram.