Hætta er á að erlendir auðjöfrar með gnótt fjár verði búnir að kaupa upp allt Ísland eftir 500, samkvæmt því sem fram kom í umræðum á Alþingi í dag um þingsályktunartillögu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður VG. Ögmundur mælti fyrir tillögunni . Hún fól í sér að ríkið kaupii Grímsstaði á Fjöllum í stað þess að kínverski auðmaðurinn Huang Nubo kaupi eða leigi jörðina. Að þingsályktunartillögunni kemur Svandís Svavarsdóttir. Tillagan er samhljóða tillögu sem Guðfríður Lilja Grétarsdóttir flutti á síðasta þingi en var ekki tekin til umfjöllunar.

Ögmundur sagði mikilvægt að endurskoða löggjöf um fjárfestingar jafnt innlendra sem erlendra auðkýfinga til að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur.

„Þótt þetta tiltekna dæmi sé ofarlega í sinni þá er það víit til að varast. Þessi umræða hefur verið stöðug á Íslandi síðan við gengum í EES. Við eigum að taka okkar reglusmíði til endurskoðunar,“ sagði Ögmundur.