Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins vill leggja til að Alþingi láti rannsaka starfsemi lífeyrissjóðanna á nýjan leik, að þessu sinni frá 1997 þegar lög um skyldutryggingu lífeyrisréttanda og starfsemi lífeyrissjóða voru sett og til dagsins í dag. Eygló segir í pistli á heimasíðu sinni nefnd Landssamtaka lífeyrissjóðanna sem á föstudag í síðustu viku skiluðu af sér skýrslu í fjórum bindum um fjárfestingar lífeyrissjóðanna aldrei geta haft sömu valdheimildir og rannsókn á vegum Alþingis.

Eygló hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um málið.

„Eftirlitsstofnanir gátu borið fyrir sig þagnarskyldu, ekki var ekki að kveða fólk til skýrslutöku ef það vildi ekki gefa skýrslu né heldur gat nefndin gert rannsóknir á starfsstað. Það staðfestir skýrsla nefndarinnar,“ segir Eygló og segir skýrsluna sem kom út á föstudag staðfesta að fullt tilefni sé til í framhaldinu verði farið í heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi sjóðanna.