Verjandi Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, segir það nauðsynlegt að ákæruvaldið afli gagna um viðskipti Bogmannsins ehf. og Landsbankans í júní 2003. Gunnar var ákærður fyrir brot á þagnarskyldu þegar hann átti frumkvæði að því að gögnum um kaup Landsbankans á Bogmanninum var komið til DV. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Verjandi Gunnars, Guðjón Ólafur Jónsson, sagði í héraðsdómi í gær að ákæruvaldinu ætti að takast með auðveldu móti að að afla þessara gagna en því miður hefur saksóknari ekki nýtt sér þessa heimild til fulls. Guðjón sagði að það væri ekki nægjanlegt að leggja fram reikningsyfirlit um þessi viðskipti og nauðsynlegt væri að sýna fram á að þessi viðskipti hefðu í raun átt sér stað.

Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, krefst að kröfum verjenda verði hafnað en sagðist vera tilbúinn til þess að afla þessara gagna en að þetta kæmi sakarefnunum ekkert við. Dómari mun kveða upp úrskurð í dag.