Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vill skattleggja hagnað banka og fjármálafyrirtæki næstu fimm árin. Það telur hann að geti skilað 140 milljarða svigrúm sem nýta megi til að eyða kvikum krónum í hagkerfinu, lækka skuldir ríkisins um allt að 20% og til að rétta við hlut þeirra sem verst fóru út úr hruninu.

Össur segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að nýju bankarnir hafi hagnast um 260 milljarða króna frá því þeir voru settir á laggirnar. Hann vill að með lögum verði þeir látnir borga 15 milljarða króna á ári í fimm ár auk þess sem hann vill leggja sérstakan 0,1285% skatt á skuldir fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Það getur gefið af sér 13 milljarða króna samkvæmt útreikningum Össurar.