Ríkisskattstjóri segir að arður frá samlagshlutafélögum sem eru ósjálfstæðir skattaaðilar og söluhagnaður slíkra félaga sé að fullu skattskyldur. Þá eigi frádráttarheimildir tekjuskattslaga ekki við þótt hagnaður þeirra yrði í reynd tvískattlagður. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að þessi skilaboð hafi skattalögfræðingar nýlega fengið frá embættis ríkisskattstjóra.

Morgunblaðið segir að standist þessi lögfræðitúlkun embættis ríkisskattstjóra þá sé ljóst að samlagshlutafélagaformið, sem hafi notið vaxandi vinsælda síðastliðin þrjú ár, sé orðið mjög óhagstæður fjárfestingarkostur bæði fyrir einkahlutafélög og hlutafélög. Blaðið segir jafnframt ýmsa skattalögfræðinga hafa í hyggju að senda sameiginlega bréf til ríkisskattstjóra þar sem túlkun embættisins á skattlagningu samlagshlutafélaga verði mótmælt.

Þekktasta samlagshlutafélagaformið er Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, þriggja banka og sex lífeyrissjóða.