*

föstudagur, 29. maí 2020
Innlent 26. nóvember 2018 08:43

Vill lögfræðirit um bann við sáttaferli

Forstjóri Samherja efast um að Seðlabankastjóri hafi íhugað að fara í annað en hart með mál fyrirtækisins.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Aðsend mynd

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja efast um að Már Guðmundsson hafi íhugað aðra lausn en sú sem farin var gegn fyrirtækinu að því er Morgunblaðið segir frá. Segir hann Má halda áfram með ómerkilegheit og þetta breyti engu um áætlanir fyrirtækisins um að fara í skaðabótamál á hendur Seðlabankanum.

Vísar hann þar í þau orð Más á RÚV að hann hefði rætt um að áður en hann lét kæra Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum að frekar fara með málið í sáttaferli. Sagði hann þar að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það mætti ekki, en eins og Viðskiptablaðið hefur ítarlega farið yfir var Samherji sýknað af ákæru Seðlabankans 8. nóvember síðastliðinn í Hæstarétti.

Þorsteinn segir að viðbrögð Más Seðlabankastjóra við úrskurðinum vera í samræmi við annað frá honum. „Ómerkilegheitin halda áfram,“ segir Þorsteinn Már. „Ég held að það hafi ekki hvarflað að honum nokkurn tímann að fara í sáttaferli [...] Ég bið hann annars að leggja fram þau lögfræðirit um málið sem sanna það.“

Hér má lesa fleiri fréttir um mál Samherja: