„Þetta hefur skapað bæði tekjur og störf,“ segir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið um frumvarp sem hann ætlar að leggja fram á Alþingi í dag og á að miða að því að lögleiða fjárhættuspil hér á landi.

Frumvarpið er að danskri fyrirmynd og telur Willum að það geti styrkt réttarstöðu lögreglu í að takast á við ólöglega spilastarfsemi. Hann vill jafnframt að lagður verði grundvöllum að vitrænum umræðum um málið. Annað markmið frumvarpsins er að bregðast við aukinni eftirspurn í ferðaþjónustu.